Það var einstaklega notaleg og hátíðleg stund sem starfsfólk Daga átti saman í gær, þegar öllum var boðið í höfuðstöðvarnar í Lyngási. Stemningin var frábær og ilmaði húsið af dýrindisveitingum og heitu kaffi.
Fjöldi starfsfólks lagði leið sína í Garðabæinn þar sem boðið var upp á brauðtertur, marengskökur og fleiri girnilegar kræsingar. Gestir nutu þess jafnframt að rölta um húsið og skoða litríkar og skapandi skreytingar sem teymin á Lyngási höfðu sett upp í tilefni af jólaskreytingakeppni Daga. Dómnefnd skreytingakeppninnar í ár var skipuð vinum okkar og samstarfsaðilum hjá Relesys og voru verðlaun veitt fyrir fallegustu og frumlegustu skreytingarnar.
Það var ánægjulegt að sjá svo marga mæta, hlæja saman og njóta dagsins. Svona samverustundir minna okkur á mikilvægi þess að rækta tengsl, skapa jákvæða stemningu og fagna litlu augnablikunum í amstri dagsins.
Skoðaðu fleiri myndir á Facebook eða LinkedIn síðu Daga.
Brynhildur Guðmundsdóttir, forstjóri Daga, ræddi við blaðamann 500 stærstu um áherslur hennar innan fyrirtækisins.
Dagar hafa hlotið endurvottun Svansins og eru fyrsta fyrirtækið til að standast ný og strangari viðmið.
Dagar hafa styrkt starfsemi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar með kaupum á stóra Neyðarkallinum 2025.