Dagar veita Kvennaathvarfinu jólastyrk

Í tilefni jólahátíðarinnar tóku forsvarmenn Daga þá ákvörðun að leggja sitt af mörkum til mikilvægs málefnis í stað þess að veita viðskiptavinum og samstarfsaðilum jólagjafir. Framlagið til málefnisins nemur þeirri upphæð sem varið hefur verið í jólagjafir síðustu ár.

Starfsfólk Daga lagði til málefni sem þörf var talin á að styðja og að varð Kvennaathvarfið fyrir valinu, sem sinnir ómetanlegu starfi og bjóða upp á öruggt skjól, ráðgjöf og stuðning fyrir konur og börn þeirra sem flýja þurfa heimili sín sökum ofbeldis.

Athvörf Kvennaathvarfsins eru staðsett í Reykjavík og á Akureyri og eru opin öllum konum óháð búsetu og lögheimili. Að auki er boðið upp á ókeypis ráðgjafaviðtöl og er vaktsími Kvennathvarfsins opinn allan sólarhringinn.

Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, kom í heimsókn á skrifstofu Daga þar sem hún tók við fjárstyrknum. Að auki munu Dagar leggja samtökunum lið með flutningsþrifum þegar þau flytja í nýtt húsnæði í Reykjavík næsta vor.

Við erum stolt af þessari ákvörðun og þakklát fyrir að geta lagt málefninu lið.

Á mynd: Teymisstjórarnir Drífa K. Guðmundsdóttir Blöndal, Erna Karen Sigurbjörnsdóttir og Kolfinna Jóna Baldursdóttir ásamt Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
9
.
December
2025

Hátíðleg samvera í Lyngási

Fjöldi starfsfólks lagði leið sína í Garðabæinn þar sem boðið var upp á brauðtertur, marengskökur og fleiri girnilegar kræsingar.

LESA FRÉTT
8
.
December
2025

Áreiðan­leg þjónusta við við­skipta­vini er það sem skiptir máli

Brynhildur Guðmundsdóttir, forstjóri Daga, ræddi við blaðamann 500 stærstu um áherslur hennar innan fyrirtækisins.

LESA FRÉTT
2
.
December
2025

Dagar fá endurvottun frá Svaninum

Dagar hafa hlotið endurvottun Svansins og eru fyrsta fyrirtækið til að standast ný og strangari viðmið.

LESA FRÉTT