Starfsfólk Daga hélt Bleika daginn hátíðlegan í vikunni.
Í tilefni dagsins mætti starfsfólk á skrifstofunni í bleikum fatnaði, skreytti sig bleikum litum og naut bleikra veitinga í góðum félagsskap.
Bleiki dagurinn er mikilvæg áminning um að standa saman í baráttunni gegn krabbameini og sýna samstöðu með þeim sem hafa orðið fyrir áhrifum þess.
Dagar hafa hlotið viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025, sem veitt er árlega af Keldunni og Viðskiptablaðinu.
Við erum stolt af því að Dagar eru á meðal þeirra 128 fyrirtækja og stofnana sem hlutu viðurkenninguna í ár.
Það var bæði hátíðleg og notaleg stund þegar Gullna brosið var afhent miðvikudaginn 8.október.