Brynhildur Guðmundsdóttir hefur tekið við sem forstjóri Daga. Brynhildur hefur verið með okkur frá árinu 2023 og stýrt Þjónustu- og ræstingasviði – stærsta og fjölmennasta sviði félagsins – þar sem hún hefur leitt skipulagsbreytingar og þróun með góðum árangri.
Brynhildur hefur víðtæka reynslu úr þjónustugeiranum og hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á fagmennsku og sterka liðsheild.
Við óskum Brynhildi innilega til hamingju og hlökkum til að vinna áfram með henni í nýju hlutverki.
Í tilefni Bleika dagsins mætti starfsfólk Daga í bleikum fatnaði og naut bleikra veitinga í góðum félagsskap.
Dagar hafa hlotið viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025, sem veitt er árlega af Keldunni og Viðskiptablaðinu.
Við erum stolt af því að Dagar eru á meðal þeirra 128 fyrirtækja og stofnana sem hlutu viðurkenninguna í ár.