Starfsfólk Daga tók virkan þátt í Mannauðsdeginum sem haldinn var í Hörpu síðasta föstudag.
Það var líf og fjör á básnum okkar þar sem við kynntum fjölbreytta og faglega þjónustu Daga fyrir gestum.
Við þökkum öllum sem komu við hjá okkur, sýndu áhuga og spjölluðu við teymið okkar.
Einnig viljum við þakka frábæru starfsfólki okkar í Hörpu fyrir góða aðstoð og hlýja nærveru.
Þetta var skemmtilegur og gefandi dagur fullur af innblæstri, tengingum og góðum samtölum.
Það var bæði hátíðleg og notaleg stund þegar Gullna brosið var afhent miðvikudaginn 8.október.
Við hjá Dögum höfum fengið endurvottun samkvæmt ISO 14001, alþjóðlegum staðli í umhverfisstjórnun.
Í tilefni af Gula deginum kom starfsfólk á skrifstofum Daga saman og hlustaði á stutt erindi um geðheilbrigði og geðrækt.