Dagar hafa hlotið endurvottun Svansins og eru þar með fyrsta fyrirtækið til að ljúka endurvottunarferlinu samkvæmt nýuppfærðum og strangari viðmiðum. Þá eru Dagar einnig fyrsta fyrirtækið til að bæta við gluggaþvotti í Svansvottunina, en hingað til hafa bara almenn ræstiþjónusta verið vottuð.
Þetta er mikilvæg viðurkenning á markvissu og metnaðarfullu starfi fyrirtækisins í umhverfismálum. Endurvottunin er mikilvægur áfangi í áframhaldandi vegferð fyrirtækisins og styrkir stöðu þess sem leiðandi aðila í sjálfbærum rekstri innan greinarinnar.
„Við erum ótrúlega stolt af þessum árangri. Við lærðum mikið á að fara í gegnum hertar kröfur Svansins og þær minna okkur á mikilvægi þess að halda áfram að styrkja sjálfbærni í starfseminni “ segir Brynhildur forstjóri Daga.
Dagar hafa styrkt starfsemi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar með kaupum á stóra Neyðarkallinum 2025.
Dagar er meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2025
Í tilefni Bleika dagsins mætti starfsfólk Daga í bleikum fatnaði og naut bleikra veitinga í góðum félagsskap.