Dagar hafa hlotið viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025, sem veitt er árlega af Keldunni og Viðskiptablaðinu. Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sem staðfestir traustan rekstur og góða stjórnarhætti hjá fyrirtækinu.
Í ár voru alls 1.720 fyrirtæki, þar á meðal 29 opinber fyrirtæki, valin á listann yfir fyrirmyndarfyrirtæki. Þetta er aukning frá síðasta ári þegar 1.643 fyrirtæki uppfylltu skilyrðin. Blaðið sem inniheldur listann er öllum opið og þar má finna fjölbreytt viðtöl, greiningar og gagnlegt talnaefni.
HÉR er hægt að skoða blaðið á vefnum.
Til að hljóta þessa viðurkenningu þurfa fyrirtæki að uppfylla strangar kröfur, þar á meðal:
Viðskiptablaðið og Keldan meta einnig ýmsa aðra þætti sem endurspegla traustan og heilbrigðan rekstur.
Í tilefni Bleika dagsins mætti starfsfólk Daga í bleikum fatnaði og naut bleikra veitinga í góðum félagsskap.
Við erum stolt af því að Dagar eru á meðal þeirra 128 fyrirtækja og stofnana sem hlutu viðurkenninguna í ár.
Það var bæði hátíðleg og notaleg stund þegar Gullna brosið var afhent miðvikudaginn 8.október.