Við erum stolt af því að Dagar eru á meðal þeirra 128 fyrirtækja og stofnana sem hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025.
Viðurkenningarhátíðin, sem bar heitið „Jafnrétti er ákvörðun“, fór fram fimmtudaginn 9. október. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem miðar að því að stuðla að auknu jafnvægi kynjanna í æðstu stjórnunarstöðum.
Að hljóta viðurkenninguna í annað sinn í röð er staðfesting á skuldbindingu Daga til að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði og innan fyrirtækisins.
Frá árinu 2020 hafa tré verið gróðursett í lundinum til að heiðra viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, og minnir sú hefð á mikilvægi þess að fyrirtæki og stofnanir haldi áfram að leggja sitt af mörkum til jafnréttis í samfélaginu.

Starfsfólk Daga lagði til málefni sem þörf var talin á að styðja og að varð Kvennaathvarfið fyrir valinu.
Fjöldi starfsfólks lagði leið sína í Garðabæinn þar sem boðið var upp á brauðtertur, marengskökur og fleiri girnilegar kræsingar.
Brynhildur Guðmundsdóttir, forstjóri Daga, ræddi við blaðamann 500 stærstu um áherslur hennar innan fyrirtækisins.