Dagar hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025

Við erum stolt af því að Dagar eru á meðal þeirra 128 fyrirtækja og stofnana sem hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025.

Viðurkenningarhátíðin, sem bar heitið „Jafnrétti er ákvörðun“, fór fram fimmtudaginn 9. október. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem miðar að því að stuðla að auknu jafnvægi kynjanna í æðstu stjórnunarstöðum.

Að hljóta viðurkenninguna í annað sinn í röð er staðfesting á skuldbindingu Daga til að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði og innan fyrirtækisins.

Frá árinu 2020 hafa tré verið gróðursett í lundinum til að heiðra viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, og minnir sú hefð á mikilvægi þess að fyrirtæki og stofnanir haldi áfram að leggja sitt af mörkum til jafnréttis í samfélaginu.

Í tengslum við hátíðina gróðursettu Jana Sturlaugsdóttir og Ása Sigur­dís Haraldsdóttir, starfsmenn Daga, tré í Jafnréttislundi FKA. Tréð er táknrænt fyrir það mikilvæga skref sem fyrirtækið hefur stigið í átt að raunverulegu jafnrétti.
Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
10
.
October
2025

Gullna brosið afhent við hátíðlega athöfn

Það var bæði hátíðleg og notaleg stund þegar Gullna brosið var afhent miðvikudaginn 8.október.

LESA FRÉTT
7
.
October
2025

Dagar á Mannauðsdeginum í Hörpu

Starfsfólk Daga tók virkan þátt í Mannauðsdeginum sem haldinn var í Hörpu síðasta föstudag.

LESA FRÉTT
15
.
September
2025

ISO 14001 endurvottun - öll starfsemi Daga vottuð

Við hjá Dögum höfum fengið endurvottun samkvæmt ISO 14001, alþjóðlegum staðli í umhverfisstjórnun.

LESA FRÉTT