Dagar semja við Opin Kerfi um rekstur tölvu- og upplýsingakerfa fyrirtækisins

Tryggvi Þorsteinsson, sölustjóri hýsingar- og rekstrarþjónustu Opinna Kerfa, Ólafur Örn Nielsen, aðstoðarforstjóri Opinna Kerfa, Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga og Björk Baldvinsdóttir, sviðsstjóri sölu og viðskiptaþróunar Daga.

Markmið samstarfsins er að auka skilvirkni, öryggi og aðgengi að gögnum í daglegum rekstri. Nútímalegt og öruggt tækniumhverfi er nú aðgengilegt starfsmönnum Daga en hjá fyrirtækinu starfa 800 starfsmenn sem þjónusta 800 þúsund fermetra hjá yfir 600 viðskiptavinum.

Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga segir félagið leggja áherslu á tækni og framþróun og að vinnustaðurinn sé aðlaðandi og gefandi:

„þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að bjóða upp á þær tæknilausnir sem til þarf, bæði til að miðla upplýsingum til starfsmanna sem og þeirra fyrirtækja sem við þjónustum. Síðustu daga og vikur hefur sýnt sig hversu mikilvægt það er að hafa aðgang að skýjalausnum og öðrum framsæknum tæknilausnum á borð við þær sem Opin Kerfi bjóða upp á,“ segir Pálmar Óli.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
14
.
October
2025

Dagar hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025

Við erum stolt af því að Dagar eru á meðal þeirra 128 fyrirtækja og stofnana sem hlutu viðurkenninguna í ár.

LESA FRÉTT
10
.
October
2025

Gullna brosið afhent við hátíðlega athöfn

Það var bæði hátíðleg og notaleg stund þegar Gullna brosið var afhent miðvikudaginn 8.október.

LESA FRÉTT
7
.
October
2025

Dagar á Mannauðsdeginum í Hörpu

Starfsfólk Daga tók virkan þátt í Mannauðsdeginum sem haldinn var í Hörpu síðasta föstudag.

LESA FRÉTT