Dagar sinna eldvarnaeftirliti í 35 fasteignum Reita

Með auknu samstarfi taka Dagar að sér hlutverk eldvarnarfulltrúa í 35 fasteignum Reita sem spanna 123.000 fermetra og sjá um að virkum eldvörnum sé sinnt á samræmdan hátt.

Dagar og Reitir fasteignafélag hafa aukið samstarf sitt enn frekar þegar kemur að umsjón og rekstri fasteigna.

Starfsemi Reita felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis og því er mikilvægt fyrir félagið að fullnægja kröfum um brunavarnir eignasafnsins á öruggan hátt.

Dagar hafa um árabil veitt Reitum fjölbreytta þjónustu tengda rekstri eignasafns þeirra og með viðbót þjónustu eldvarnafulltrúa eru Reitir að tryggja samræmt eldvarnaeftirliti í byggingum sínum.

Andri Þór Arinbjörnsson, framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs Reita:

„Öryggi leigutaka og starfsfólks þeirra er forgangsatriði hjá okkur og því spila eldvarnir stórt hlutverk. Það skiptir okkur miklu máli að óháðir og traustir aðilar sjái um eldvarnaeftirlit fasteignanna sér í lagi með tilliti til öryggis en einnig til þess að tryggja hlutleysi þegar kemur að vali á framkvæmdaaðilum í viðhaldi eldvarna. Við völdum Daga til að sinna þessu hlutverki vegna reynslu þeirra af þessum málaflokki og uppbyggjandi samstarfs í gegnum árin.“

Ísak Ernir Kristinsson, sviðsstjóri fasteignaumsjónar hjá Dögum:

„Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs með Reitum og erum þakklát fyrir það traust sem þau sýna okkur með því að úthýsa umsjón eldvarna til okkar. Við teljum afar mikilvægt að þjónusta sem þessi sé á ábyrgð óháðra aðila sem hafa þekkingu og skilning á viðfangsefninu. Aðkoma óháðra þjónustuaðila tryggir að skjalfesting öryggis, með tilliti til tæknilegra atriða og skipulagsþátta, sé óháð sjálfri framkvæmd eldvarna.“

HAFA SAMBAND
19
.
March
2024

Fimm nýir stjórnendur hjá Dögum

Dagar hafa ráðið fimm nýja stjórnendur sem öll hafa þegar hafið störf. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem tóku gildi í byrjun árs. Breytingarnar taka mið af stefnu Daga um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

LESA FRÉTT
6
.
March
2024

Gullna brosið afhent fyrir framúrskarandi störf

Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.

LESA FRÉTT
16
.
November
2023

16% starfsfólks Daga nýta sér Bara tala tungumálaforritið

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiði að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð.

LESA FRÉTT