Dagar sjá um ræstingu fyrir Landspítala

Dagar áttu hagkvæmara tilboðið af tveimur í útboði á ræstingum fyrir Landspítala aðalbyggingu á Hringbraut, Barnaspítala, kvennadeild og augndeild, alls 38.000 m2.

Ræstingin hófst 1.apríl s.l en um er að ræða ræstingu í samræmi við staðlana: INSTA 800 og DS 2451-10, en þeir staðlar eru m.a. gæðametnir með úttektum. Samhentur hópur starfsmanna og stjórnenda Daga um 35 manns, sér um að sinna daglegri ræstingu á spítalanum og sinnir því krefjandi starfi með bros á vör.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
19
.
March
2024

Fimm nýir stjórnendur hjá Dögum

Dagar hafa ráðið fimm nýja stjórnendur sem öll hafa þegar hafið störf. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem tóku gildi í byrjun árs. Breytingarnar taka mið af stefnu Daga um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

LESA FRÉTT
6
.
March
2024

Gullna brosið afhent fyrir framúrskarandi störf

Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.

LESA FRÉTT
16
.
November
2023

16% starfsfólks Daga nýta sér Bara tala tungumálaforritið

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiði að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð.

LESA FRÉTT