Í þessari viku er Reykjavík skreytt regnbogans litum þegar Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir. Hátíðin minnir okkur á mikilvægi þess að allir geti verið þeir sjálfir, án ótta og fordóma, og með stolti.
Hinsegin dagar eru tími til að lyfta upp röddum hinsegin fólks, fagna sigrum í réttindabaráttunni og minna á að verkefninu er ekki lokið. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að skapa samfélag og vinnuumhverfi þar sem fjölbreytileiki þrífst og allir tilheyra.
Hjá Dögum leggjum við áherslu á að inngilding sé ekki aðeins stefna á blaði, heldur hluti af daglegu lífi og menningu fyrirtækisins. Við erum stolt af því að styðja Hinsegin daga og standa með LGBTQIA+ samfélaginu – ekki bara þessa viku, heldur allt árið.
Það var bæði hátíðleg og notaleg stund þegar Gullna brosið var afhent miðvikudaginn 8.október.
Starfsfólk Daga tók virkan þátt í Mannauðsdeginum sem haldinn var í Hörpu síðasta föstudag.
Við hjá Dögum höfum fengið endurvottun samkvæmt ISO 14001, alþjóðlegum staðli í umhverfisstjórnun.