Dagar hafa styrkt starfsemi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar með kaupum á stóra Neyðarkallinum 2025. Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður, tileinkaður Sigurði Kristófer McQuillan Óskarssyni, sem lést á björgunaræfingu í fyrra.
Á dögunum tók Brynhildur Guðmundsdóttir, forstjóri Daga, við Neyðarkallinum í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Garðabæ.
Hafrún Helga, starfsmaður Daga og félagi í Björgunarsveit Hafnarfjarðar, afhenti henni Neyðarkallinn fyrir hönd sveitarinnar.
Með þessum kaupum styrkja Dagar söfnun fyrir nýjum björgunarbát, sem mun nýtast sveitinni við útköll á sjó og í strandlengju.
Dagar er meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2025
Í tilefni Bleika dagsins mætti starfsfólk Daga í bleikum fatnaði og naut bleikra veitinga í góðum félagsskap.
Dagar hafa hlotið viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025, sem veitt er árlega af Keldunni og Viðskiptablaðinu.