19
.
November
2018

Dagar þáttakendur í Jafnvægisvoginni

Dagar staðfestaþáttöku í Jafnvægisvoginni sem er átak á vegum Félags kvenna í atvinnulífinu og samstarfsaðila úr Velferðarráðuneytinu og viðskipta-lífinu.  Markmið Jafnvægisvogarinnar er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60  í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.

 

Mannlíf birti viðtal við Björk Baldvinsdóttur í tilefni ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar en hún er  sviðstjóri sölu- og viðskiptaþróunar Daga og er hún í stjórn og framkvæmdastjórn Daga. „ Hjá Dögum starfa 800 manns og eru 75% konur. Hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn er 33%, í framkvæmdaráði 37% en sem millistjórnendur eru konur í meirihluta eða 88%. Það er áhyggjuefni þegar horft er til þess að 67% útskrifaðra háskólanema séu konur að aðeins 11% kvenna séu forstjórar. Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í þessari vegferð er mikið verk framundan. Markmiðið er ávallt að efla íslenskt atvinnulíf og er Jafnvægisvogin átak í því.“

 

Hér má sjá viðtalið í heild sinni

TENGT EFNI

FÁ TILBOÐ Í ÞJÓNUSTU