Einstök upplifun fyrir gesti Evrópsku kvikmyndakademíunnar í Hörpu

Um síðustu helgi tók starfsfólk Daga þátt í að skapa einstaka upplifun fyrir gesti Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Hörpu. Þetta er einn stærsti viðburður af þessari tegund sem haldinn hefur verið á Íslandi og fyrsti svokallaði A-lista viðburðurinn sem haldinn hefur verið hér á landi.

Hátt í 1.400 gestir voru viðstaddir verðlaunahátíðina sjálfa og sýnt var beint frá henni, hér heima og víða erlendis. Mikilvægi þess að framkvæmd hátíðarinnar gengi hnökralaust fyrir sig var ótvíræð þar sem að hátíð sem þessi stuðlar að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem áfangastað og tökustað fyrir kvikmyndir. 

Við hjá Dögum erum stolt af því að hafa tekið þátt í þessu einstaka verkefni og óskum við vinningshöfum til hamingju með verðlaunin og þökkum öllum framkvæmdaaðilum fyrir frábært samstarf við að halda stærsta viðburð sem haldinn hefur verið í Hörpu frá opnun.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
19
.
March
2024

Fimm nýir stjórnendur hjá Dögum

Dagar hafa ráðið fimm nýja stjórnendur sem öll hafa þegar hafið störf. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem tóku gildi í byrjun árs. Breytingarnar taka mið af stefnu Daga um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

LESA FRÉTT
6
.
March
2024

Gullna brosið afhent fyrir framúrskarandi störf

Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.

LESA FRÉTT
16
.
November
2023

16% starfsfólks Daga nýta sér Bara tala tungumálaforritið

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiði að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð.

LESA FRÉTT