Einstök upplifun fyrir gesti Evrópsku kvikmyndakademíunnar í Hörpu

Um síðustu helgi tók starfsfólk Daga þátt í að skapa einstaka upplifun fyrir gesti Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Hörpu. Þetta er einn stærsti viðburður af þessari tegund sem haldinn hefur verið á Íslandi og fyrsti svokallaði A-lista viðburðurinn sem haldinn hefur verið hér á landi.

Hátt í 1.400 gestir voru viðstaddir verðlaunahátíðina sjálfa og sýnt var beint frá henni, hér heima og víða erlendis. Mikilvægi þess að framkvæmd hátíðarinnar gengi hnökralaust fyrir sig var ótvíræð þar sem að hátíð sem þessi stuðlar að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem áfangastað og tökustað fyrir kvikmyndir. 

Við hjá Dögum erum stolt af því að hafa tekið þátt í þessu einstaka verkefni og óskum við vinningshöfum til hamingju með verðlaunin og þökkum öllum framkvæmdaaðilum fyrir frábært samstarf við að halda stærsta viðburð sem haldinn hefur verið í Hörpu frá opnun.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
10
.
October
2025

Gullna brosið afhent við hátíðlega athöfn

Það var bæði hátíðleg og notaleg stund þegar Gullna brosið var afhent miðvikudaginn 8.október.

LESA FRÉTT
7
.
October
2025

Dagar á Mannauðsdeginum í Hörpu

Starfsfólk Daga tók virkan þátt í Mannauðsdeginum sem haldinn var í Hörpu síðasta föstudag.

LESA FRÉTT
15
.
September
2025

ISO 14001 endurvottun - öll starfsemi Daga vottuð

Við hjá Dögum höfum fengið endurvottun samkvæmt ISO 14001, alþjóðlegum staðli í umhverfisstjórnun.

LESA FRÉTT