Einstök upplifun fyrir gesti Evrópsku kvikmyndakademíunnar í Hörpu

Um síðustu helgi tók starfsfólk Daga þátt í að skapa einstaka upplifun fyrir gesti Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Hörpu. Þetta er einn stærsti viðburður af þessari tegund sem haldinn hefur verið á Íslandi og fyrsti svokallaði A-lista viðburðurinn sem haldinn hefur verið hér á landi.

Hátt í 1.400 gestir voru viðstaddir verðlaunahátíðina sjálfa og sýnt var beint frá henni, hér heima og víða erlendis. Mikilvægi þess að framkvæmd hátíðarinnar gengi hnökralaust fyrir sig var ótvíræð þar sem að hátíð sem þessi stuðlar að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem áfangastað og tökustað fyrir kvikmyndir. 

Við hjá Dögum erum stolt af því að hafa tekið þátt í þessu einstaka verkefni og óskum við vinningshöfum til hamingju með verðlaunin og þökkum öllum framkvæmdaaðilum fyrir frábært samstarf við að halda stærsta viðburð sem haldinn hefur verið í Hörpu frá opnun.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
9
.
September
2023

Dagar leita að öflugum leiðtoga í starf mannauðsstjóra

Við leitum að öflugum leiðtoga í starf mannauðsstjóra. Viltu taka þátt í að að skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki og stofnanir framtíðarinnar? Við leitum að liðsfélaga sem býr yfir metnaði til að ná árangri, brennur fyrir framförum og stuðlar þannig að hvetjandi starfsumhverfi.

LESA FRÉTT
12
.
January
2023

Rafbílavæðing Daga minnkar kolefnissporið um 200 tonn næstu 4 ár

Rafbílavæðingin er mikilvægur hluti aðgerðaáætlunar fyrirtækisins sem hefur að markmiði að draga úr kolefnisspori Daga um 80% eða 200 tonn á næstu fjórum árum.

LESA FRÉTT
24
.
November
2022

Dagar taka þátt í eldvarnaræfingu með Slökkviliði Akureyrar

Slökkvilið Akureyrar hóf í gær, í samstarfi við Daga, þátttöku í Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

LESA FRÉTT