Dagar endurnýja samning við Bara tala

Dagar hafa endurnýjað samning sinn við íslenskunámsappið Bara tala vegna mikillar ánægju starfsfólks. Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma. Forritið hefur reynst öflugt og skemmtilegt tól til að styðja við íslenskukennslu en það er notað til að bæta framburð, framsögn, orðaforða og samtöl á aðgengilegan hátt.

Hjá Dögum starfar fjölbreyttur hópur fólks af erlendum uppruna og um 200 manns nýta sér appið. Að þeirra sögn hjálpar það til við að ná tökum á tungumálinu á eigin hraða, hvar og hvenær sem hentar. 

„Bara tala appið er mjög hjálplegt. Með teikningum, orðum og hljóði er hægt að læra mjög nytsamlega hluti. Á hverjum degi geturðu lært nýtt orð sem hjálpar þér að eiga samskipti á íslensku.“ Segir Anna Kondziolka, sem starfar hjá Dögum.

Dagar voru fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem gerði samning við Bara tala og munu halda áfram að styðja við íslenskunám starfsfólks með þessu frábæra forriti.

„Við höfum fengið frábær viðbrögð frá starfsfólki okkar sem hefur notað Bara tala síðastliðið ár og því var það augljós ákvörðun að endurnýja samninginn,“ segir Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri Daga. „Við viljum tryggja að enn fleiri geti nýtt sér þetta forrit til að efla íslenskukunnáttu sína því tungumálið er lykillinn aðsamfélaginu.“

Starfsfólk Daga mun áfram hafa aðgang að forritinu sér að kostnaðarlausu. Gaman er að segja frá því að í appinu er sérstakur orða flokkur sem tengist störfum innan fyrirtækisins sem gerir það einstaklega hagnýtt fyrir okkar fólk.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
7
.
April
2025

Sjálfbærniskýrsla Daga 2024

Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.

LESA FRÉTT
7
.
April
2025

Gullna brosið afhent

Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.

LESA FRÉTT
21
.
March
2025

Dagar taka sjálfbærni skrefi lengra með SURE hreinsiefnum

Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.

LESA FRÉTT