Sunnudaginn 11. september var fjölskyldudagur Daga haldinn með pompi og prakt í Skemmtigarðinum Grafarvogi. Margt var um manninn og lék veðrið við starfsmenn Daga og fjölskyldur þeirra.
Þar var fjölbreytt fjör við allra hæfi og boðið var upp á grillaðar pylsur, gos, safa og candyfloss eins og hver gat í sig látið. Gleðin skein úr hverju andliti og áttum við öll góðan og skemmtilegan dag saman.
Það var bæði hátíðleg og notaleg stund þegar Gullna brosið var afhent miðvikudaginn 8.október.
Starfsfólk Daga tók virkan þátt í Mannauðsdeginum sem haldinn var í Hörpu síðasta föstudag.
Við hjá Dögum höfum fengið endurvottun samkvæmt ISO 14001, alþjóðlegum staðli í umhverfisstjórnun.