Sunnudaginn 11. september var fjölskyldudagur Daga haldinn með pompi og prakt í Skemmtigarðinum Grafarvogi. Margt var um manninn og lék veðrið við starfsmenn Daga og fjölskyldur þeirra.
Þar var fjölbreytt fjör við allra hæfi og boðið var upp á grillaðar pylsur, gos, safa og candyfloss eins og hver gat í sig látið. Gleðin skein úr hverju andliti og áttum við öll góðan og skemmtilegan dag saman.
Starfsfólk Daga lagði til málefni sem þörf var talin á að styðja og að varð Kvennaathvarfið fyrir valinu.
Fjöldi starfsfólks lagði leið sína í Garðabæinn þar sem boðið var upp á brauðtertur, marengskökur og fleiri girnilegar kræsingar.
Brynhildur Guðmundsdóttir, forstjóri Daga, ræddi við blaðamann 500 stærstu um áherslur hennar innan fyrirtækisins.