Í dag, 10. september, er Guli dagurinn - alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna og geðræktar. Dagurinn er partur af átakinu Gulur september, sem hefur það að markmiði að verkja athygli á geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum.
Í tilefni af Gula deginum kom starfsfólk á skrifstofum Daga saman og hlustaði á stutt erindi um geðheilbrigði og geðrækt. Gaman var að sjá hvað mörg klæddust gulu í tilefni dagsins.
Í tilefni Bleika dagsins mætti starfsfólk Daga í bleikum fatnaði og naut bleikra veitinga í góðum félagsskap.
Dagar hafa hlotið viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025, sem veitt er árlega af Keldunni og Viðskiptablaðinu.
Við erum stolt af því að Dagar eru á meðal þeirra 128 fyrirtækja og stofnana sem hlutu viðurkenninguna í ár.