Gullna brosið afhent við hátíðlega athöfn

Það var bæði hátíðleg og notaleg stund þegar Gullna brosið var afhent miðvikudaginn 8.október. Í þetta sinn hlutu 13 starfsmenn Daga viðurkenningu og gjöf fyrir framúrskarandi störf og jákvæð áhrif í starfi.

Gullna brosið er viðurkenning til starfsfólks sem stendur upp úr fyrir fagmennsku, jákvæðni og frábæra þjónustu í anda Daga. Viðurkenningin byggir annars vegar á endurgjöf og hrósi viðskiptavina og hins vegar á tilnefningum frá samstarfsfólki, sem vilja gera vel við þá sem sýna metnað, jákvætt viðmót og góða þjónustulund.

Þetta starfsfólk hlaut Gullna brosið að þessu sinni:

Aiste Samusyte

Anna Borowska

Donata Liesine

Ineta Geniene

Jakub Kalinowski

Klaudia Wioletta Przybylo

Laima Miseikyte

Magdalena Wasik

Malgorzata Wrzosek

Milena Jurczyk

Natalia Siemieniewicz

Patrycja Felstau

Stela Stoykova Toshkina

Við óskum öllum innilega til hamingju og þökkum fyrir frábær störf, jákvætt viðmót og framlag til samstöðu innan Daga 💛

Við hvetjum jafnframt viðskiptavini okkar til að halda áfram að deila jákvæðri endurgjöf og hrósi til að efla starfsánægju og viðurkenna góða þjónustu.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
7
.
October
2025

Dagar á Mannauðsdeginum í Hörpu

Starfsfólk Daga tók virkan þátt í Mannauðsdeginum sem haldinn var í Hörpu síðasta föstudag.

LESA FRÉTT
15
.
September
2025

ISO 14001 endurvottun - öll starfsemi Daga vottuð

Við hjá Dögum höfum fengið endurvottun samkvæmt ISO 14001, alþjóðlegum staðli í umhverfisstjórnun.

LESA FRÉTT
10
.
September
2025

Guli dagurinn

Í tilefni af Gula deginum kom starfsfólk á skrifstofum Daga saman og hlustaði á stutt erindi um geðheilbrigði og geðrækt.

LESA FRÉTT