Haustverkin innanhúss

Reglulegt viðhald á innra umhverfi fasteigna er lykillinn að því að varðveita verðgildi og virkni þeirra, auk þess að tryggja að þær þjóni starfseminni og fólkinu sem þær hýsa á öruggan, nærandi og hagkvæman hátt.

Hér að neðan snertum við á nokkrum punktum sem gott er að hafa í huga þegar kemur að innra umhverfi fasteigna:

Viðhald gólfa: Mikilvægt er að velja réttu gólfhreinsiefnin og vera meðvitaður um hvað þarf að gera til að lengja líftíma gólfefnanna. Þegar viðhald er framkvæmt þarf að meta ástand gólfsins og vita hvaða ráðstafanir eru bestar fyrir hvert tilfelli.

Mottuþjónusta: Gólfmottur draga úr óhreinindum og raka sem berast inn í bygginguna. Gott er að setja mottur innanhúss og utan á fjölförnum svæðum og mikilvægt er að þrífa mottur reglulega.

Ofnakerfi: Með kólnandi veðri er mikilvægt að yfirfara ofnakerfi til að viðhalda ákjósanlegu hitastigi. Eru hitastýringar í lagi eða eru ofnar annað hvort of heitir eða kaldir?

Loftræstikerfi: Loftræstikerfi fasteigna þurfa að sama skapi reglulegt viðhald og hreinsun. Mikilvægi loftgæða er óumdeilanlegt á vinnustöðum og má oft rekja óþægindi í öndunarfærum til loftræstikerfa sem þarfnast viðhalds.

 

Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtækiframtíðarinnar.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
23
.
October
2025

Bleiki dagurinn 2025

Í tilefni Bleika dagsins mætti starfsfólk Daga í bleikum fatnaði og naut bleikra veitinga í góðum félagsskap.

LESA FRÉTT
23
.
October
2025

Dagar eru fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025

Dagar hafa hlotið viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025, sem veitt er árlega af Keldunni og Viðskiptablaðinu.

LESA FRÉTT
14
.
October
2025

Dagar hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025

Við erum stolt af því að Dagar eru á meðal þeirra 128 fyrirtækja og stofnana sem hlutu viðurkenninguna í ár.

LESA FRÉTT