Haustverkin innanhúss

Reglulegt viðhald á innra umhverfi fasteigna er lykillinn að því að varðveita verðgildi og virkni þeirra, auk þess að tryggja að þær þjóni starfseminni og fólkinu sem þær hýsa á öruggan, nærandi og hagkvæman hátt.

Hér að neðan snertum við á nokkrum punktum sem gott er að hafa í huga þegar kemur að innra umhverfi fasteigna:

Viðhald gólfa: Mikilvægt er að velja réttu gólfhreinsiefnin og vera meðvitaður um hvað þarf að gera til að lengja líftíma gólfefnanna. Þegar viðhald er framkvæmt þarf að meta ástand gólfsins og vita hvaða ráðstafanir eru bestar fyrir hvert tilfelli.

Mottuþjónusta: Gólfmottur draga úr óhreinindum og raka sem berast inn í bygginguna. Gott er að setja mottur innanhúss og utan á fjölförnum svæðum og mikilvægt er að þrífa mottur reglulega.

Ofnakerfi: Með kólnandi veðri er mikilvægt að yfirfara ofnakerfi til að viðhalda ákjósanlegu hitastigi. Eru hitastýringar í lagi eða eru ofnar annað hvort of heitir eða kaldir?

Loftræstikerfi: Loftræstikerfi fasteigna þurfa að sama skapi reglulegt viðhald og hreinsun. Mikilvægi loftgæða er óumdeilanlegt á vinnustöðum og má oft rekja óþægindi í öndunarfærum til loftræstikerfa sem þarfnast viðhalds.

 

Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtækiframtíðarinnar.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
7
.
April
2025

Sjálfbærniskýrsla Daga 2024

Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.

LESA FRÉTT
7
.
April
2025

Gullna brosið afhent

Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.

LESA FRÉTT
21
.
March
2025

Dagar taka sjálfbærni skrefi lengra með SURE hreinsiefnum

Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.

LESA FRÉTT