Haustverkin utanhúss

Fyrirbyggjandi viðhald fasteigna er besta leiðin til að tryggja að fasteignir haldi verðgildi sínu og virkni, en einnig til að tryggja að þær þjóni starfseminni og fólkinu sem hún hýsir á öruggan, nærandi, aðlaðandi og hagkvæman hátt. Að loknum sumarfríum og þegar haustið nálgast þá er mikilvægt að huga að undirbúningi þátta í ytra umhverfi fasteigna.

Hér að neðan eru 5 þættir sem skipta máli fyrir ytra umhverfi fasteigna á haustin:

1. Gluggaþvottur: Hreinar rúður og glerfletir eru mikilvægir hluti af ásýnd og ímynd fyrirtækja og hafa mikið að segja þegar kemur að vellíðan starfsfólks.

2. Þakrennur og niðurföll: Stíflaðar þakrennur geta valdið því að þakrennur stíflist, sem getur skemmt klæðningu í kringum þök og ollið vatnsskemmdum. Niðurrennsli ættu að beina vatni á fullnægjandi hátt frá ytra byrði byggingarinnar.

3. Örugg aðkoma: Þegar snjóa tekur og byrjar að frysta skiptir miklu máli að huga að öryggi vegfarenda í kringum fasteignina. Hiti í gangstéttum og plönum er lykilatriði og mikilvægt að tryggja að öll kerfi virki sem skyldi. Einnig er mikilvægt að skipuleggja snjómokstur og tryggja viðbragðsáætlanir tengdar snjóþungum dögum.

4. Lýsing í ytra umhverfi fasteignar: Útilýsing er sett upp í öryggis- og hönnunarskini og reglulegt viðhald útiljósa getur hjálpað til við að viðhalda líftíma búnaðarins.

5. Ástandsrýni bygginga: Reglulegt eftirlit og skoðun á rakaskemmdum, bæði utan- og innanhúss, getur lækkað viðhaldskostnað verulega og komið í veg fyrir kostnaðarsamar skemmdir.

Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
11
.
October
2024

Gullna brosið afhent til framúrskarandi starfsfólks

Á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá samstarfsfólki.

LESA FRÉTT
1
.
October
2024

Ómetanlegt að ferðast um heiminn og víkka sjóndeildarhringinn

Neringa Ziukaite, þjónustustjóri, hefur starfað hjá Dögum í tvö ár. Ferðalög eru hennar stærsta áhugamál og hún reynir að ferðast eins mikið og hún getur.

LESA FRÉTT
27
.
September
2024

Gluggaþvottameistari Daga 2024

Á dögunum héldu Dagar Meistaramót í gluggaþvotti, þar sem rúmlega 20 manns kepptu um titilinn Gluggaþvottameistari Daga 2024. Keppnin var hörkuspennandi og skemmtileg, þar sem starfsfólk úr ýmsum deildum fyrirtækisins spreytti sig.

LESA FRÉTT