ISO 14001 endurvottun - öll starfsemi Daga vottuð

Við hjá Dögum höfum fengið endurvottun samkvæmt ISO 14001, alþjóðlegum staðli í umhverfisstjórnun. Það sem gerir þessa vottun sérstaklega eftirtektarverða er að hún nær nú til allrar starfsemi okkar, ekki eingöngu ræstingahlutans eins og áður.

Við erum stolt af því að Dagar voru fyrst fyrirtækja í greininni til að hljóta ISO 14001 vottun. Að ná vottun á alla starfsemina var markmið sem við settum okkur fyrir árið 2026 - og því markmiði höfum við nú náð með samstilltu átaki og metnaðarfullri vinnu á öllum sviðum fyrirtækisins.

ISO 14001 er ekki bara staðall, hann er viðmið um hvernig fyrirtæki geta og eiga að vinna til að:

- draga úr umhverfisáhrifum,

- nýta auðlindir af ábyrgð,

- uppfylla ströngustu lög og reglur,

- og axla samfélagslega ábyrgð í verki.

Endurvottunin krefst gagna, gagnsæis og stöðugs umbóta. Hún er áþreifanleg sönnun þess að við tökum sjálfbærni alvarlega - ekki sem ímynd, heldur sem innbyggðan hluta af daglegum rekstri.

„Við lítum á ISO 14001 ekki bara sem gæðastimpil, heldur sem hluta af daglegum rekstri okkar og ábyrgð gagnvart umhverfinu. Þetta er lifandi ferli sem við erum stöðugt að þróa með starfsfólkinu okkar,“ segir Brynhildur Guðmundsdóttir, forstjóri Daga.

Endurvottunin undirstrikar að við tökum umhverfismál alvarlega - og að sjálfbærni og fagmennska séu leiðarljós í allri okkar starfsemi.

Dagar eru leiðandi fyrirtæki í sjálfbærni sem skapar öruggt og hvetjandi vinnuumhverfi.

Við leggjum áherslu á virðingu fyrir umhverfi og fólki og viljum vera til fyrirmyndar í nýjum og sjálfbærum lausnum. Með markvissri þjálfun og þróun í starfi tryggjum við að starfsfólk nái sínum markmiðum og sé hluti af sterkri heild.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
19
.
December
2025

Dagar veita Kvennaathvarfinu jólastyrk

Starfsfólk Daga lagði til málefni sem þörf var talin á að styðja og að varð Kvennaathvarfið fyrir valinu.

LESA FRÉTT
9
.
December
2025

Hátíðleg samvera í Lyngási

Fjöldi starfsfólks lagði leið sína í Garðabæinn þar sem boðið var upp á brauðtertur, marengskökur og fleiri girnilegar kræsingar.

LESA FRÉTT
8
.
December
2025

Áreiðan­leg þjónusta við við­skipta­vini er það sem skiptir máli

Brynhildur Guðmundsdóttir, forstjóri Daga, ræddi við blaðamann 500 stærstu um áherslur hennar innan fyrirtækisins.

LESA FRÉTT