Keflavíkurflugvöllur hlýtur verðlaun fyrir hreinlætisaðgerðir í heimsfaraldri

Keflavíkurflugvöllur hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á árinu 2021. Þjónustukönnun ACI, Airport Service Quality Programme (ASQ), er meðal viðurkenndustu mælinga sem gerðar eru á þjónustugæðum flugvalla.

Árið 2021 hafði COVID-19 heimsfaraldurinn mikil áhrif á farþegaumferð í heiminum með síbreytilegum heilbrigðisráðstöfunum og nýjum væntingum sem hafa áhrif á hvernig flugvallarupplifunin er útfærð og upplifuð. Áhrif þessa breytilegu aðstæðna hafði mikil áhrif á framkvæmd þrifa á fjölförnum svæðum eins og flugvöllum og má því með sanni segja að þessi verðlaun séu mikill heiður fyrir flugvöllinn og okkur hjá Dögum.

Dagar hafa séð um öll þrif á Keflavíkurflugvelli síðan í nóvember 2017 og vinnum við þar samkvæmt INSTA 800 gæðakerfinu.

Það er mikið gleðiefni þegar samstarfsfélagar og viðskiptavinir okkar fá viðurkenningu af þessari stærðargráðu og óskum við Keflavíkurflugvelli til hamingju með viðurkenninguna.

HAFA SAMBAND
19
.
December
2025

Dagar veita Kvennaathvarfinu jólastyrk

Starfsfólk Daga lagði til málefni sem þörf var talin á að styðja og að varð Kvennaathvarfið fyrir valinu.

LESA FRÉTT
9
.
December
2025

Hátíðleg samvera í Lyngási

Fjöldi starfsfólks lagði leið sína í Garðabæinn þar sem boðið var upp á brauðtertur, marengskökur og fleiri girnilegar kræsingar.

LESA FRÉTT
8
.
December
2025

Áreiðan­leg þjónusta við við­skipta­vini er það sem skiptir máli

Brynhildur Guðmundsdóttir, forstjóri Daga, ræddi við blaðamann 500 stærstu um áherslur hennar innan fyrirtækisins.

LESA FRÉTT