Keflavíkurflugvöllur hlýtur verðlaun fyrir hreinlætisaðgerðir í heimsfaraldri

Keflavíkurflugvöllur hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á árinu 2021. Þjónustukönnun ACI, Airport Service Quality Programme (ASQ), er meðal viðurkenndustu mælinga sem gerðar eru á þjónustugæðum flugvalla.

Árið 2021 hafði COVID-19 heimsfaraldurinn mikil áhrif á farþegaumferð í heiminum með síbreytilegum heilbrigðisráðstöfunum og nýjum væntingum sem hafa áhrif á hvernig flugvallarupplifunin er útfærð og upplifuð. Áhrif þessa breytilegu aðstæðna hafði mikil áhrif á framkvæmd þrifa á fjölförnum svæðum eins og flugvöllum og má því með sanni segja að þessi verðlaun séu mikill heiður fyrir flugvöllinn og okkur hjá Dögum.

Dagar hafa séð um öll þrif á Keflavíkurflugvelli síðan í nóvember 2017 og vinnum við þar samkvæmt INSTA 800 gæðakerfinu.

Það er mikið gleðiefni þegar samstarfsfélagar og viðskiptavinir okkar fá viðurkenningu af þessari stærðargráðu og óskum við Keflavíkurflugvelli til hamingju með viðurkenninguna.

HAFA SAMBAND
19
.
March
2024

Fimm nýir stjórnendur hjá Dögum

Dagar hafa ráðið fimm nýja stjórnendur sem öll hafa þegar hafið störf. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem tóku gildi í byrjun árs. Breytingarnar taka mið af stefnu Daga um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

LESA FRÉTT
6
.
March
2024

Gullna brosið afhent fyrir framúrskarandi störf

Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.

LESA FRÉTT
16
.
November
2023

16% starfsfólks Daga nýta sér Bara tala tungumálaforritið

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiði að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð.

LESA FRÉTT