Heilbrigð og nærandi samskipti, sem byggja á virðingu og vinsemd, stuðla að nærandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólki líður vel og nær árangri.
Fögnum öllum framlögum, hugmyndum og sigrum, beitum virkri hlustun og veitum uppbyggilega endurgjöf. Sýnum samstarfsfólki þakklæti fyrir eitthvað sem viðkomandi átti jafnvel ekki von á að fá þakkir fyrir. Verum opin og berskjölduð, viðurkennum mistök og lítum á þau sem lærdómstækifæri.
Veitum starfsfólki svigrúm til að mæta sem það sjálft til vinnu, það mun leiða til meiri þátttöku og helgunar.
Nærandi samskipti efla starfsánægju, styrkja samvinnu og tengsl, efla sálfélagslegt öryggi og eru forsenda árangurs í lífi og starfi.
Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.
Við hjá Dögum höfum fengið endurvottun samkvæmt ISO 14001, alþjóðlegum staðli í umhverfisstjórnun.
Í tilefni af Gula deginum kom starfsfólk á skrifstofum Daga saman og hlustaði á stutt erindi um geðheilbrigði og geðrækt.
Við erum stolt af því að styðja Hinsegin daga og standa með LGBTQIA+ samfélaginu – ekki bara þessa viku, heldur allt árið.