Nærandi samskipti

Heilbrigð og nærandi samskipti, sem byggja á virðingu og vinsemd, stuðla að nærandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólki líður vel og nær árangri.

Fögnum öllum framlögum, hugmyndum og sigrum, beitum virkri hlustun og veitum uppbyggilega endurgjöf. Sýnum samstarfsfólki þakklæti fyrir eitthvað sem viðkomandi átti jafnvel ekki von á að fá þakkir fyrir. Verum opin og berskjölduð, viðurkennum mistök og lítum á þau sem lærdómstækifæri.

Veitum starfsfólki svigrúm til að mæta sem það sjálft til vinnu, það mun leiða til meiri þátttöku og helgunar.

Nærandi samskipti efla starfsánægju, styrkja samvinnu og tengsl, efla sálfélagslegt öryggi og eru forsenda árangurs í lífi og starfi.

Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
7
.
April
2025

Sjálfbærniskýrsla Daga 2024

Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.

LESA FRÉTT
7
.
April
2025

Gullna brosið afhent

Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.

LESA FRÉTT
21
.
March
2025

Dagar taka sjálfbærni skrefi lengra með SURE hreinsiefnum

Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.

LESA FRÉTT