
Dagar hafa ráðið Pálmar Örn Þórisson, sem sviðsstjóra
Fasteignaumsjónarsviðs. Fasteignaumsjónarsvið Daga býður fasteignaeigendum upp
á alhliða umsjón fasteigna, bæði hvað varðar rekstur og tæknimál. Pálmar er
menntaður rafmagnstæknifræðingur og starfaði áður sem framkvæmdastjóri Sölu- og
markaðssviðs hjá Securitas hf. og þar á
undan sem framkvæmdastjóri Tæknisviðs Securitas.
Pálmar hefur einnig starfað hjá Frumherja og veitti þar forstöðu rafmagnssviði
sem sinnti úttektum á öryggismálum raflagna
og rafbúnaðar mannvirkja. Pálmar starfaði þar áður á verkfræðistofunni
Rafhönnun í rúman áratug við
verkfræðistörf með sérsvið í stýringum, m.a. stýringum hússtjórnarkerfa í
byggingum.

Dagar hafa ráðið Páll G. Arnar, sem sviðsstjóra
Veitingasviðs. Páll G. Arnar er Iðnaðartæknifræðingur að mennt og hefur starfað
við stjórnun í matvælafyrirtækjum og heildverslunum sl. 25 ár. Hann starfaði
sem framkvæmdastjóri hjá Eggerti Kristjánssyni frá 2014-2016 og framkvæmdastjóri
Matfangs frá 2016-2017. Páll hefur víðtæka þekkingu í uppsetningu og
eftirfylgni á gæðakerfum í matvælaframleiðslu. Páll hóf störf hjá ISS 2017 sem
Innkaupa-og verkefnastjóri og hefur nú tekið við starfi sviðsstjóra
Veitingassviðs.

Dagar hafa ráðið Óttar Kristinn Bjarnason, sem
sérfræðing á sviði Sölu- og viðskiptaþróunar. Óttar Kristinn er með BSc í viðskiptafræði frá
Háskóla Íslands og lýkur IPME vottun á D stigi í Verkefnastjórnun í maí 2018. Áður
starfaði hann sem viðskiptastjóri hjá MP Banka, sérfræðingur á alþjóðasviði
Borgunar, framkvæmdastjóri hjá True
Westfjords, sem framleiðir þorskalýsið Dropa.

Dagar hafa ráðið Stefán Jónasson, sem
deildarstjóra í sérverkefnadeild á Fasteignaumsjónasviði. Stefán hefur starfað erlendis sem
framleiðslustjóri í sjávarútvegi í 6 ár. Hann starfaði áður sem
sölustjóri hjá Ísfelli í 7 ár. Stefán er með M.Sc. í
rekstrar-/iðnaðarverkfræði frá háskólanum í Álaborg í Danmörku.
Starfsfólk Daga lagði til málefni sem þörf var talin á að styðja og að varð Kvennaathvarfið fyrir valinu.
Fjöldi starfsfólks lagði leið sína í Garðabæinn þar sem boðið var upp á brauðtertur, marengskökur og fleiri girnilegar kræsingar.
Brynhildur Guðmundsdóttir, forstjóri Daga, ræddi við blaðamann 500 stærstu um áherslur hennar innan fyrirtækisins.