Nýr teymisstjóri Daga á Norðurlandi

Hugrún Ásdís Þorvaldsdóttir hefur verið ráðin teymisstjóri Daga á Norðurlandi. Hún var áður hótelstjóri á Iceland hotels Collection by Berjaya. Hugrún mun vinna þvert á teymi og stýra frekari sókn Daga í margvíslegri fasteignaumsjón, vinnustaðalausnum og ræstingum, en fyrirtækið flutti nýverið í nýstandsett húsnæði í miðbænum á Akureyri. Hugrún hefur mikla reynslu af rekstri og fasteignaumsjón en frá 2022 hefur hún verið hótelstjóri á Iceland hotels Collection by Berjaya, auk þess að sinna rekstri á Hótel Eddu á Akureyri.

„Það er mikil gróska á Norðurlandi og tækifærin fjölmörg. Það eru spennandi tímar fram undan hjá Dögum sem einbeitir sér í auknum mæli að alhliða fasteignaumsjón og ég hlakka til að taka þátt í þeirri uppbyggingu með þeim,“ segir Hugrún.

Hjá Dögum starfa tæp­lega 800 manns og starfsstöðvar eru á þremur stöðum á landinu; í Garðabæ, á Selfossi og á Akureyri. Á starfsstöð Daga á Akureyri starfa um 50 manns.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
29
.
January
2025

Daga-app – Stafrænt samfélag fyrir starfsfólk

Við erum stolt af Daga-appinu, stafrænu samfélagi sem var þróað sérstaklega til að bæta samskipti og auka aðgengi starfsfólks að mikilvægum upplýsingum.

LESA FRÉTT
29
.
January
2025

Dagar eru vinnustaður í fremstu röð 2024

Dagar eru meðal þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði Moodup til að hljóta viðurkenninguna „Vinnustaður í fremstu röð 2024“.

LESA FRÉTT
29
.
January
2025

„Krafturinn í konum er magnaður“

Hóp­ur öfl­ugra kven­stjórn­enda fer fyr­ir 700 manna starfsliði hjá Dög­um og lögð er áhersla á að um­hverfið á vinnustaðnum sé fjöl­skyldu­vænt og að starfs­fólk fái tæki­færi til að vaxa í starfi. Traust og góð teym­is­vinna er lyk­il­atriði í starf­sem­inni að sögn Drífu K. Guðmunds­dótt­ur Blön­dal, teym­is­stjóra fyr­ir­tækjalausna Daga.

LESA FRÉTT