Hugrún Ásdís Þorvaldsdóttir hefur verið ráðin teymisstjóri Daga á Norðurlandi. Hún var áður hótelstjóri á Iceland hotels Collection by Berjaya. Hugrún mun vinna þvert á teymi og stýra frekari sókn Daga í margvíslegri fasteignaumsjón, vinnustaðalausnum og ræstingum, en fyrirtækið flutti nýverið í nýstandsett húsnæði í miðbænum á Akureyri. Hugrún hefur mikla reynslu af rekstri og fasteignaumsjón en frá 2022 hefur hún verið hótelstjóri á Iceland hotels Collection by Berjaya, auk þess að sinna rekstri á Hótel Eddu á Akureyri.
„Það er mikil gróska á Norðurlandi og tækifærin fjölmörg. Það eru spennandi tímar fram undan hjá Dögum sem einbeitir sér í auknum mæli að alhliða fasteignaumsjón og ég hlakka til að taka þátt í þeirri uppbyggingu með þeim,“ segir Hugrún.
Hjá Dögum starfa tæplega 800 manns og starfsstöðvar eru á þremur stöðum á landinu; í Garðabæ, á Selfossi og á Akureyri. Á starfsstöð Daga á Akureyri starfa um 50 manns.
Við erum stolt af Daga-appinu, stafrænu samfélagi sem var þróað sérstaklega til að bæta samskipti og auka aðgengi starfsfólks að mikilvægum upplýsingum.
Dagar eru meðal þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði Moodup til að hljóta viðurkenninguna „Vinnustaður í fremstu röð 2024“.
Hópur öflugra kvenstjórnenda fer fyrir 700 manna starfsliði hjá Dögum og lögð er áhersla á að umhverfið á vinnustaðnum sé fjölskylduvænt og að starfsfólk fái tækifæri til að vaxa í starfi. Traust og góð teymisvinna er lykilatriði í starfseminni að sögn Drífu K. Guðmundsdóttur Blöndal, teymisstjóra fyrirtækjalausna Daga.