Ómetanlegt að ferðast um heiminn og víkka sjóndeildarhringinn

„Ferðalög eru mitt stærsta áhugamál og ég reyni að ferðast eins mikið og ég get“, segir Neringa Ziukaite, þjónustustjóri hjá Dögum.

Neringa er frá Litháen og hefur starfað hjá Dögum í tvö ár. Hún er mikill ferðalangur og fer gjarnan óhefðbundar leiðir í þeim efnum. Í sumar fór hún í sjálfboðaliðaferð til Kenía og Tansaníu á vegum Múltíkúltí menningarmiðstöðvar.

„Þetta var ekki venjulegt eða hefðbundið ferðalag. Ég fékk að taka þátt í góðgerðarverkefnum, vera með krökkum, planta trjám og taka þátt í ýmis konar uppbyggingu og flottum verkefnum,“ segir Neringa.

Ferðin var að hennar mati ógleymanleg og veitti góða innsýn inn í líf fólks á svæðinu.

„Við fengum að upplifa hvernig fólk lifir lífi sínu og ber sig í erfiðum aðstæðum. Að sjá hvað er í gangi þarna opnar augu manns fyrir því hvað við erum heppin með okkar daglega líf hér, og þá sérstaklega konur. Það eru mjög flott verkefni í gangi þarna og styrkir frá Íslandi sem breyta miklu fyrir fólkið“.

Fyrr á árinu fór Neringa einnig til Perú með vinkonu sinni sem er þaðan.

„Við heimsóttum fjölskylduna hennar og svo ákvað ég að lengja ferðina og ferðaðist ein í um Cusco og Lima í tíu daga sem var mikið ævintýri“.

Neringa unir sér afar vel í vinnunni á milli ferðalaga og stefnir á fleiri framandi ferðir sem víkka sjóndeildarhringinn í framtíðinni.

„Ég vil grípa öll tækifæri sem ég get í lífinu, gera eitthvað skemmtilegt og upplifa heiminn,“ segir hin lífsglaða Neringa.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
8
.
August
2025

Dagar styðja Hinsegin daga 2025

Við erum stolt af því að styðja Hinsegin daga og standa með LGBTQIA+ samfélaginu – ekki bara þessa viku, heldur allt árið.

LESA FRÉTT
23
.
July
2025

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur hefur verið með okkur frá árinu 2023 og stýrt Þjónustu- og ræstingasviði – þar sem hún hefur leitt skipulagsbreytingar og þróun með góðum árangri.

LESA FRÉTT
10
.
June
2025

Gleði og fjör á Fjölskylduhátíð Daga í Árbæjarsafni 🎉

Starfsfólk Daga og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag á Fjölskylduhátíð í Árbæjarsafni í síðustu viku.

LESA FRÉTT