Dagar hafa einsett sér að axla ábyrgð í umhverfismálum og leggja sitt af mörkum til að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem við höfum á vistkerfi, náttúru og umhverfi okkar. Við tökum ákvörðun okkar um að standa með umhverfinu alvarlega og hefur hún mótað starfsemi okkar og fjárfestingar síðastliðin ár.
Við lítum svo á að hlutverk okkar í vistkeðjunni sé tvíþætt: Annars vegar að axla ábyrgð í umhverfismálum og hins vegar að fræða og hvetja viðskiptavini okkar til verklags í sinni starfsemi sem leiðir til minni sóunar, aukinnar endurvinnslu og minni mengunar.
Með umhverfisstefnu Daga að leiðarljósi höfum við sett okkur skýr og mælanleg markmið, m.a. um rafvæðingu bílaflota okkar og um að minnka kolefnisspor Daga um 80% á næstu árum.
Umhverfisstjórnunarkerfi Daga hlaut ISO14001 vottun á dögunum. Vottunin er staðfesting þess að við séum að vinna markvisst að stöðugum umbótum og markverðum árangri í umhverfismálum.
Við horfum björtum augum fram á veginn og hlökkum til að taka þátt í þessari vegferð með viðskiptavinum og hagaðilum okkar. Við munum áfram leggja okkur fram um að vera hreyfiafl framfara, sýna öðrum gott fordæmi og vera í fararbroddi á okkar fagsviði.
Ef þið hafið spurningar eða áhuga á að ræða hvernig við getum unnið saman að bættum sjálfbærni- og umhverfismálum hjá þínu fyrirtæki, hafið samband og við getum tekið spjall.
Umhverfisstefnu Daga má nálgast á heimasíðu okkar: www.dagar.is/umhverfisstefna.
Við leitum að öflugum leiðtoga í starf mannauðsstjóra. Viltu taka þátt í að að skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki og stofnanir framtíðarinnar? Við leitum að liðsfélaga sem býr yfir metnaði til að ná árangri, brennur fyrir framförum og stuðlar þannig að hvetjandi starfsumhverfi.
Rafbílavæðingin er mikilvægur hluti aðgerðaáætlunar fyrirtækisins sem hefur að markmiði að draga úr kolefnisspori Daga um 80% eða 200 tonn á næstu fjórum árum.
Um síðustu helgi tók starfsfólk Daga þátt í að skapa einstaka upplifun fyrir gesti Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Hörpu.