Fagmennska í framkvæmd

Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga okkar nær allt aftur til ársins 1980. Hjá Dögum starfa um 750 manns um allt land.

Sérhæfing okkar byggir á áratuga reynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón, vinnustaðalausnum þegar kemur að þjónustustigi, öryggi og nýjungum.

Virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni okkar. Árangur okkar er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur, auka gæði og draga úr sóun ásamt forvitni okkar, frumkvæði og aga við að þróa nýjar þjónustulausnir sem viðskiptavinir okkar kunna að meta.

HAFA SAMBAND

Umhverfisstefna

Tilgangur og umfang 
Umhverfisstefnan tekur til allrar starfsemi fyrirtækisins og starfsfólk jafnt sem stjórn skal virða hana í öllum störfum sínum.  Dagar bjóða viðskiptavinum upp á umhverfisvottuð efni og aðferðir í ræstingum sem draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.  Ræstingaþjónusta Daga er Svansvottuð síðan 2009.

Stefnan
Dagar vilja axla ábyrgð í umhverfismálum og minnka kolefnisspor sitt sem ábyrgur hlekkur í vistkeðjunni. Dagar starfa samkvæmt lögum og reglum og leitar stöðugt leiða til draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar og koma í veg fyrir mengun. Dagar hvetja viðskiptavini til verklags, sem leiðir til aukinnar endurvinnslu, minni mengunar og til bættrar nýtingar og sparnaðar á öllum sviðum þjónustu okkar. Með því að móta verklag fyrirtækisins með vistvernd í huga og með því að fylgja lögum og reglugerðum um umhverfismál leggja stjórnendur og starfsfólk sitt af mörkum til að minnka umhverfisáhrif starfseminnar. Dagar hafa sett sér umhverfismarkmið og fylgjast með árangrinum.

Dagar leggja áherslu á að:
• Draga úr kolefnisspori rekstursins
• Innleiða ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfi í alla starfsemi fyrirtækisins
• Vistvæn innkaup
• Viðhalda Svansvottun í ræstingahluta fyrirtækisins og innleiða í aðra starfsemi fyrirtækisins
• Nota umhverfisvottuð efni og draga úr notkun eins og hægt er
• Fara vel með auðlindir og koma í veg fyrir sóun
• Lágmarka úrgang og auka endurvinnslu
• Fræða starfsfólk um stefnu fyrirtækisins, ábyrgð og hlutverk þeirra við að framfylgja henni
• Velja eftir því sem hægt er birgja og þjónustuaðila sem uppfylla umhverfissjónarmið Daga
• Fylgjast með þróun á nýjungum sem nýtast fyrirtækinu og viðskiptavinum til betri árangurs í umhverfismálum
• Veita viðskiptavinum ráðgjöf og þjónustu varðandi umhverfisþátt þjónustunnar

Skuldbinding
Stefnan verður yfirfarin og rýnd einu sinni á ári af stjórnendum. Stefnan verður hluti af kynningu til nýrra starfsmanna. Umhverfisstefnuna má finna á heimasíðu Daga hf.

Nýjasta útgáfa Umhverfisstefnu Daga er frá 16.08.2022