Á hverjum degi vinnur starfsfólk Daga við að létta fyrirtækjum og stofnunum lífið á nánast öllum sviðum samfélagsins. Við veitum almenna og sérhæfða þjónustu og líkt og fleiri fyrirtæki á Íslandi sköpum við störf og verðmæti sem gera kleift að fjármagna velferðina sem okkur þykir sjálfsögð og eðlileg. Á vef Samtaka atvinnulífsins er reiknivél sem setur þátt fyrirtækjanna í samhengi við þrjá velferðarþætti: fæðingarþjónustu, leikskólapláss og dvalar- og hjúkrunarrými. Við vitum hvað þessi þjónusta er mikilvæg fyrir samfélagið. Við erum daglega við störf á slíkum stöðum og er treyst fyrir þjónustu á fjölmörgum heilbrigðisstofnunum, skólum, leikskólum og sjúkrahúsum. Við erum virkilega stolt af því að leggja okkar af mörkum til velferðarinnar með verðmætasköpun.
Dagar leita að öflugu sölufólki og sérfræðingum í verkskipulagningu og straumlínustjórnun
Dagar hafa séð um öll þrif hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli síðan í nóvember 2017. Á Keflavíkurflugvelli vinna Dagar eftir gæðastaðlinum INSTA 800.
Samningur um ræstingu á stofnunum Hveragerðisbæjar á milli Hveragerðisbæjar og Daga hf var undirritaður nýverið.