Til að laða að sér og halda í hæfileikaríkt starfsfólk þarf að bjóða því upp á framúrskarandi upplifun og nærandi umhverfi á vinnustað. En hvernig skapar maður nærandi umhverfi fyrir starfsfólk?
Nærandi vinnuumhverfi snýst ekki einungis um útlit, þægindi, öryggi og hreinlæti á vinnustað. Einnig þarf að ganga úr skugga um að umhverfið sé hvetjandi og andlega nærandi, þar sem er hlúð að líkamlegu, andlegu og tilfinningalegu hliðinni. Með því að setja vellíðan og starfsánægju í forgang stuðlum við að nærandi vinnuumhverfi. Nærandi samskipti eru hluti af því aðskapa nærandi umhverfi á vinnustaðnum.
Hreyfumst saman í átt að öruggara, fallegra og uppbyggilegra umhverfi.
Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.
Dagar hf. hafa nú birt sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024, þar sem gerð er grein fyrir helstu markmiðum, aðgerðum og árangri fyrirtækisins í loftslags- og umhverfismálum.
Nú á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá stjórnendum og samstarfsfólki.
Við hjá Dögum erum stolt af skrefi, sem tekið var síðasta haust, í átt að umhverfisvænni ræstingum - innleiðingu SURE hreinsiefna í daglegri ræstingu.