Vinnuumhverfi á tímum breytinga

Heimsfaraldurinn hefur haft umtalsverð áhrif á fyrirtæki og opinberar stofnanir. Á sama tíma og stór hluti þjóðarinnar sækir sér bólusetningu má sjá þess merki að atvinnulífið er keyra sig í gang. Landamærin eru að opnast, ferðamenn eru að hefja komu sína til Íslands og fyrirtæki hafa verið að opna dyrnar og starfsemi sína á nýjan leik.

En viðmið vinnustaða um hvað einkennir öruggt og gott vinnuumhverfi hafa breyst og í mörgum tilfellum hafa fyrirtæki þurft að grípa til stórtækra aðgerða til að tryggja að þau fylgi þessum viðmiðum og reglum.

Nú þegar fyrirtæki eru í óða önn að opna dyr sínar á nýjan leik þá höfum við tekið eftir því að það eru ýmsir hlutir sem er mikilvægt að hafa í huga:

Heilbrigt og öruggt vinnuumhverfi

Viðmið heilsu og öryggis á vinnustaðnum er í sífelldri þróun og hefur tekið miklum breytingum á síðastliðnum 18 mánuðum. Við leggjum okkur fram við að fylgjast náið með þróun í þörfum starfsmanna og viðskiptavina og bjóðum upp á lausnir sem passa hverjum og einum.

Þarfir starfsmanna eru að breytast

Aukinn sveigjanleiki og heimavinna er orðin viðteknari venja hjá mörgum vinnustöðum í kjölfar heimsfaraldursins. Með þessum breytingum eru fyrirtæki að koma auga á tækfifæri til að breyta skipulagi og ferlum á vinnustöðum. Til að mynda hafa opin vinnusvæði rutt sér til rúms þar sem að starfsmenn eru ekki með fastar vinnustöðvar heldur grípa næsta lausa borð eða bóka vinnuaðstöðuna sína hverju sinni í gegnum netið eða öpp. Þessar breyttu þarfir kalla á aðlaganir í þjónustustigi, m.a. til að tryggja að tíðni og tegund þrifa fylgi breyttum aðstæðum og að öryggi starfsmanna sé ávallt í forgrunni.

Sveigjanleiki og samkennd

Þarfir fólks eru mismunandi og breytast dag frá degi og jafnvel innan hvers vinnudags. Nýjar kröfur til vinnuumhverfis eiga sér mismunandi birtingamyndir allt eftir því á hvaða svæði viðkomandi er innan fyrirtækisins. Til þess að undirbúa fyrirtæki fyrir þessar mismunandi þarfir er nauðsynlegt að tryggja að það sé skilningur og samkennd með þörfum hvers og eins. Reynslan hefur sýnt okkur að regluleg og náin samskipti tryggja árangursríka innleiðingu nýrra ferla og viðmiða um heilbrigt vinnuumhverfi.

Það er óhætt að segja að það séu spennandi tímar framundan hjá fyrirtækjum og starfsmönnum fyrirtækja á Íslandi. Við erum reiðubúin til að taka þátt þeim verkefnum og áskorunum sem eru framundan og létta fyrirtækjum lífið þegar snýr að því að að opna starfsemi sína á nýjan leik.

Tenglar
Tenglar
HAFA SAMBAND
19
.
March
2024

Fimm nýir stjórnendur hjá Dögum

Dagar hafa ráðið fimm nýja stjórnendur sem öll hafa þegar hafið störf. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem tóku gildi í byrjun árs. Breytingarnar taka mið af stefnu Daga um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

LESA FRÉTT
6
.
March
2024

Gullna brosið afhent fyrir framúrskarandi störf

Tíu starfsmenn Daga fengu afhent á dögunum Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf. Gullna brosið er viðurkenning sem grundvallast á tilnefningum frá samstarfsfólki sem og ábendingum, hrósi og endurgjöf viðskiptavina.

LESA FRÉTT
16
.
November
2023

16% starfsfólks Daga nýta sér Bara tala tungumálaforritið

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, með það að markmiði að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð.

LESA FRÉTT