Fagmennska í framkvæmd

Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga okkar nær allt aftur til ársins 1980. Hjá Dögum starfa um 750 einstaklingar um allt land.

Sérhæfing okkar byggir á áratuga reynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón, vinnustaðalausnum þegar kemur að þjónustustigi, öryggi og nýjungum.

Virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni okkar. Árangur okkar er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur, auka gæði og draga úr sóun ásamt forvitni okkar, frumkvæði og aga við að þróa nýjar þjónustulausnir sem viðskiptavinir okkar kunna að meta.

HAFA SAMBAND

Jafnréttisstefna Daga hf.

Dagar skuldbinda sig til stöðugra umbóta í janfréttismálum með því að setja fram jafnréttisstefnu. Dagar leggur áherslu á að sýna samfélagslega ábyrgð við framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt allra til vinnu og launa.  Dagar skuldbindur sig til að starfsfólk fái sambærileg laun fyrir jafn verðmæt störf og að uppfylla allar lagalegar kröfur og aðrar kröfur sem fyrirtækið undirgengst varðandi meginregluna um öllum séu greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.  Dagar ætlar að vinna að stöðugum umbótum vegna þessa.

1.    Stefnan
Dagar hf. meta starfsfólk að eigin forsendum. Við lausnir verkefna okkar leitumst við við að ná fram því besta í okkar starfsfólki óháð kyni eða stöðu. Þannig er tryggt að mannauður fyrirtækisins nýtist sem best. Dagar leitast við að ná fram sjónarhorni og viðhorfum sem endurspeglar mannauðinn við úrlausn verkefna. Starfsfólk er metið að verðleikum, óháð kynferði, kynþætti, aldri, þjóðerni eða trú.

2.   Markmið
- Að tryggja jafnan rétt starfsfólks
- Að allt starfsfólk njóti sömu tækifæra
- Að gæta þess að mismuna ekki starfsfólki varðandi ráðningar, þjálfun og jöfn kjör fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf
- Að hvetja starfsfólk til jákvæðs viðhorfs
- Að gera vinnustaðinn eftirsóknarverðan
- Að gæta að jafnrétti varðandi ábyrgð og þátttöku starfsfólks í starfshópum og nefndum
- Að gæta að samræmingu milli vinnu og einkalífs
- Að efla jafnréttismenningu inna Daga
- Að efla inngildingu og fjölbreytileika
- Að vinna gegn einelti, kynbundnu ofbeldi, kynbundnu áreiti og einelti

3.    Framkvæmd
Stefnan nær til alls starfsfólks og allrar starfsemi Daga hf. Mismunun er óheimil, í hvaða formi sem er. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt jafnframt því að viðhalda upplýsingum og endurskoðun stefnunnar. Starfsfólk sem telur sig verða fyrir órétti sem fellur undir EKKO skal snúa sér til næsta yfirmanns eða starfsmanna í EKKO teymi Daga.

4.   Ábyrgð
Ábyrgð á framgangi jafnréttismála er hjá öllum stjórnendum Daga hf. Stjórnendur bera sameiginlega ábyrgð, en endanleg ábyrgð er hjá forstjóra.

5.   Skuldbinding
Stefnan verður yfirfarin og rýnd einu sinni á ári af stjórnendum. Stefnan verður hluti af kynningu til nýrra starfsmanna.

Nýjasta útgáfa á Jafnlaunastefnu Daga er frá 6. mars 2024