Við framkvæmum
af fagmennsku

Dagar bjóða ræstingar og þrif, fasteignaumsjón, vinnustaðalausnir og virðisaukandi sérlausnir til fyrirtækja og stofnana með áherslu á aðstöðu og vinnustaði sem meta þjónustustig, öryggi og þægindi mikils. Dagar hafa einsett sér að verða í fremstu röð í þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á Íslandi.

Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og rekja sögu sína allt aftur til ársins 1980. Hjá Dögum starfa um 700 manns um land allt.

HAFA SAMBAND

Samfélagsleg ábyrgð

Í starfsemi okkar notum við ýmiskonar efni til að þrífa og fjarlægja óhreinindi, hreinsa, sótthreinsa og verja yfirborðsfleti. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á umhverfisvottuð efni og aðferðir í ræstingum og þrifum sem draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í starfsemi okkar og ykkar.  Ræstingaþjónusta Daga er Svansvottuð síðan 2009.  Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og leiðandi í umhverfisvottun í heiminum.

Starfsemi Daga teygir anga sína inn í fyrirtæki og stofnanir um borg og bæi víðsvegar um land. Dagar vinna markvisst að því að minnka kolefnisfótspor frá starfseminni vegna ferða á milli staða. Við endurnýjun bílaflota fyrirtækisins er nú markvisst horft til orkuskipta og orkusparnaðar með minni og eyðslugrennri farartækjum.

Jafnlaunavottun

Dagar eru stoltir brautryðjendur í jafnréttismálum á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækið var eitt af þremur fyrstu fyrirtækjum á Íslandi til að fá jafnlaunavottun VR í apríl 2013. Árið 2018 fengum við jafnlaunavottun samkvæmt staðlinum IST 85:2012 en hann er sá rammi sem gildandi lög um jafnlaunavottun setja. Starfsmenn Daga eru metnir að verðleikum sínum, óháð kynferði, kynþætti, aldri, þjóðerni eða trú.

Umhverfismál

Í starfsemi okkar notum við ýmiskonar efni til að þrífa og fjarlægja óhreinindi, hreinsa, sótthreinsa og verja yfirborðsfleti. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á umhverfisvottuð efni og aðferðir í ræstingum og þrifum sem draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í starfsemi okkar og ykkar.  Ræstingaþjónusta Daga er Svansvottuð síðan 2009.  Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og leiðandi í umhverfisvottun í heiminum.

Starfsemi Daga teygir anga sína inn í fyrirtæki og stofnanir um borg og bæi víðsvegar um land. Dagar vinna markvisst að því að minnka kolefnisfótspor frá starfseminni vegna ferða á milli staða. Við endurnýjun bílaflota fyrirtækisins er nú markvisst horft til orkuskipta og orkusparnaðar með minni og eyðslugrennri farartækjum.

Námskeið í íslensku

Starfsmönnum okkar af erlendum uppruna stendur til boða að sækja starfstengd íslenskunámskeið á vegum fyrirtækisins í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Yfir eittþúsund starfsmenn hafa sótt slík námskeið hjá Dögum.