Fagmennska í framkvæmd

Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga okkar nær allt aftur til ársins 1980. Hjá Dögum starfa um 750 manns um allt land.

Sérhæfing okkar byggir á áratuga reynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón, vinnustaðalausnum þegar kemur að þjónustustigi, öryggi og nýjungum.

Virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni okkar. Árangur okkar er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur, auka gæði og draga úr sóun ásamt forvitni okkar, frumkvæði og aga við að þróa nýjar þjónustulausnir sem viðskiptavinir okkar kunna að meta.

HAFA SAMBAND

Komdu í hópinn

Viltu vinna með samhentum hópi hjá traustu og fjölskylduvænu fyrirtæki?

Hjá Dögum starfa um 750 manns um land allt. Við vitum að ánægt starfsfólk er lykillinn að ánægðum viðskiptavinum og þess vegna leggjum við áherslu á heilbrigt vinnuumhverfi, góða þjálfun og hrós fyrir vel unnið verk.

Sækja um starf

Gildin okkar

Virðing

Við sýnum viðskiptavinum, verkefnum, samstarfsfólki og umhverfi okkar virðingu.

Frumkvæði

Allt starfsfólk okkar hefur leyfi til athafna og ætlast er til þess að það taki frumkvæði.

ábyrgð

Verkin okkar tala og sýna að okkur er umhugað um hvað við gerum, hvernig við gerum það og fyrir hvern.

gæði

Við erum fagfólk með ástríðu fyrir gæðum. Við skilum því sem um er samið, af alúð og fagmennsku.

Gullna brosið

Gullna brosið er viðurkenning sem starfsfólki Daga er veitt fyrir framúrskarandi störf. Viðurkenningin er grundvölluð annars vegar á endurgjöf viðskiptavina, hrósi þeirra og ábendingum og hins vegar á tilnefningum frá samstarfsfólki. Viðurkenningin er veitt mánaðarlega og auk þess er Gullna bros ársins afhent árlega.

Við hvetjum viðskiptavini til að nýta jákvæða endurgjöf til að hjálpa okkur að efla starfsánægju og skila hrósi fyrir vel unnið verk. Við hvetjum einnig starfsfólk Daga til að senda inn ábendingar um frábæra frammistöðu samstarfsfólks og hjálpa þannig til við að efla liðsanda og samstöðu.