4 aðgerðir sem lágmarka smithættu á vinnustaðnum þínum

Það eru ýmsir hlutir sem fyrirtæki ættu að huga að þegar kemur að því að lágmarka smithættu á vinnustöðum. Heilbrigt og öruggt vinnuumhverfi hefur aldrei verið eins mikilvægt og má með sanni segja að viðmið vinnustaða um hvað einkennir öruggt og gott vinnuumhverfi hafa breyst á síðastliðnum tveimur árum.

Við vitum að það er tæpast hægt að tryggja 100% öryggi gegn Covid veirusjúkdóminum en við getum tekið til ýmissa ráðstafana sem draga úr smithættu.

Hólfaskiptum vinnusvæðum
Með því að skipta upp vinnusvæðum þá lágmarkið þið smithættu á milli rýma. Þar að auki hafið þið takmarkað útbreiðslu mögulegra smita við afmarkaðan hóp starfsmanna og getið þar með tryggt áframhaldandi starfsemi þrátt fyrir að smit komi upp innan vinnustaðarins. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi skipt starfsmannahópum upp á þann hátt að hægt sé að tryggja að hvert hlutverk innan fyrirtækisins sé í hverjum hóp.  

Hugum að persónulegu hreinlæti og smitvörnum
Góð visa er aldrei of oft kveðin. Nauðsynlegt er að tryggja auðvelt aðgengi að spritti og hreinlætisvörum og minna reglulega á mikilvægi þess að huga að persónulegum smitvörnum. Aðgengi að andlitsgrímum er líka mikilvægt sem og að fylgja lögbundnum reglum.

Tryggjum daglega sótthreinsun á snertiflötum
Séu fjölfarnir snertifletir á ykkar vinnustöðum, eins og t.d. innkaupakerrur eða hurðahúnar, þá er mikilvægt að sótthreinsa þá reglulega.

Loftið vel út úr rýmum
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Landlæknir leggja áherslu á að hægt sé að lágmarka smit með því að lofta vel um í lokuðum rýmum.

- Loftið út með því að opna glugga
- Skapið gegnumtrekk
- Ef veður er kalt opnið þá glugga í nokkrar mínútur á hverri klukkustund

HAFA SAMBAND
11
.
January
2022

3 góð ráð varðandi líftíma gólfefna

Við höfum tekið eftir því að rekstraraðilar fasteigna vilja gera vel þegar kemur að viðhaldi gólfefna en þegar að er gáð þá gera margir þeirra sömu mistökin. Við höfum því takið saman 3 góð ráð sem gott er að hafa í huga til að hámarka líftíma gólfefna.

LESA FRÉTT
23
.
December
2021

Bestu óskir um gleðilega hátíð og gæfu á nýju ári

Við hjá Dögum sendum jóla- og nýárskveðjur til allra landsmanna og þökkum fyrir árið sem er að líða.‍

LESA FRÉTT
22
.
December
2021

23 viðurkenningar fyrir 345 ár í starfi

Þann 16. desember sl. afhentu Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga, og Sigríður Héðinsdóttir, mannauðsstjóri Daga, árlegar viðurkenningar fyrir starfsaldur hjá fyrirtækinu. Veittar voru viðurkenningar fyrir 10, 15 og 25 ára störf.

LESA FRÉTT