Nýtt ár – nærandi upphaf

Nýtt ár markar oft upphaf nýrra tækifæra og spennandi verkefna. Fyrir vinnustaði er janúar frábær tími til að setja sér markmið og gera vinnuumhverfið hlýlegra, skipulagðara og uppbyggilegra. Hér eru nokkrar hugmyndir til að koma sér af stað og skapa nærandi upplifun fyrir starfsfólkið:

Þrifadagur: Skipuleggja dag þar sem allir taka þátt í að hreinsa og skipuleggja vinnustöðvar sínar. Hreint og snyrtilegt vinnuumhverfi hefur jákvæð áhrif á andlega vellíðan og framleiðni. Það er einnig hluti af þrifadegi að ráðast á drifin: Gefa starfsfólki tækifæri til að fara yfir möppur og skráarsöfn í tölvunum sínum og skipuleggja þau betur. Markmiðið er að losa sig við óþarfa og tryggja að mikilvægar skrár finnist auðveldlega. Gott skipulag á stafrænu sviði getur sparað tíma og dregið úr streitu.

Kaupa blóm og plöntur: Koma með líf og ferskleika inn í vinnuumhverfið með plöntum sem starfsfólk getur séð um saman. Plöntur bæta ekki aðeins loftgæði heldur einnig líðan og andrúmsloft á vinnustaðnum.

Leggja áherslu á heilsu: Bjóða upp á næringarríkan og hollan mat í hádeginu og taka saman þátt í matartímanum. Hægt er að skipuleggja sameiginlegar máltíðir þar sem allir koma með sitt framlag, sem stuðlar að betri samvinnu og sterkari vinnusamböndum.

Hreyfing og vellíðan: Hvetja til hreyfingar sem getur bætt vinnudaginn. Skipuleggja stutta hreyfingu í hléum, t.d. jógaæfingar, stuttar göngur utan vinnustaðarins eða einfaldar teygjur við vinnustöðina.

Dagur fyrir árangur og góðar hugmyndir: Veita starfsfólki vettvang til að koma fram með tillögur að breytingum eða þróun á vinnustaðnum. Markmiðið er að skapa aðstæður sem veita innblástur og hlusta á hugmyndir allra.

Dagar skapa nærandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar.

HAFA SAMBAND
10
.
October
2025

Gullna brosið afhent við hátíðlega athöfn

Það var bæði hátíðleg og notaleg stund þegar Gullna brosið var afhent miðvikudaginn 8.október.

LESA FRÉTT
7
.
October
2025

Dagar á Mannauðsdeginum í Hörpu

Starfsfólk Daga tók virkan þátt í Mannauðsdeginum sem haldinn var í Hörpu síðasta föstudag.

LESA FRÉTT
15
.
September
2025

ISO 14001 endurvottun - öll starfsemi Daga vottuð

Við hjá Dögum höfum fengið endurvottun samkvæmt ISO 14001, alþjóðlegum staðli í umhverfisstjórnun.

LESA FRÉTT