Leyfðu náttúrulegri birtu að næra umhverfi þitt.
Hreinar rúður og glerfletir eru mikilvægur hluti af nærandi umhverfi. Hafðu samband og við finnum lausnir sem henta, hvort sem það er stakur eða reglulegur gluggaþvottur.
Ánægt starfsfólk er lykillinn að ánægðum viðskiptavinum. Þess vegna leggjum við áherslu á fjölskylduvænt vinnuumhverfi, góða þjálfun og hrós fyrir vel unnið verk. Í samstarfi við viðskiptavini veitum við starfsfólki viðurkenninguna Gullna brosið fyrir framúrskarandi störf og gefur það frábært tækifæri til að skila hrósi viðskiptavina áfram til starfsfólksins.
Við erum stolt af því að Dagar eru á meðal þeirra 128 fyrirtækja og stofnana sem hlutu viðurkenninguna í ár.
Það var bæði hátíðleg og notaleg stund þegar Gullna brosið var afhent miðvikudaginn 8.október.
Starfsfólk Daga tók virkan þátt í Mannauðsdeginum sem haldinn var í Hörpu síðasta föstudag.