Fréttir
Gullna brosið afhent til framúrskarandi starfsfólks
Á dögunum afhentum við Gullna brosið, sem er viðurkenning til starfsfólks og byggir á ábendingum, hrósi og endurgjöf frá viðskiptavinum ásamt tilnefningum frá samstarfsfólki.
Ómetanlegt að ferðast um heiminn og víkka sjóndeildarhringinn
Neringa Ziukaite, þjónustustjóri, hefur starfað hjá Dögum í tvö ár. Ferðalög eru hennar stærsta áhugamál og hún reynir að ferðast eins mikið og hún getur.
Gluggaþvottameistari Daga 2024
Á dögunum héldu Dagar Meistaramót í gluggaþvotti, þar sem rúmlega 20 manns kepptu um titilinn Gluggaþvottameistari Daga 2024. Keppnin var hörkuspennandi og skemmtileg, þar sem starfsfólk úr ýmsum deildum fyrirtækisins spreytti sig.
Nærandi samskipti
Nærandi samskipti eru hluti af því að skapa nærandi umhverfi fyrir hvers konar starfsemi. Fögnum hugmyndum, beitum virkri hlustun og veitum uppbyggilega endurgjöf. Þannig styrkjum við tengsl og stuðlum að nærandi starfsumhverfi.
Haustverkin utanhúss
Fyrirbyggjandi viðhald tryggir verðgildi og virkni fasteigna, auk öryggis og vellíðunar þeirra sem nýta þær. Þegar haustið nálgast er mikilvægt að undirbúa ytra umhverfi fasteigna með viðeigandi aðgerðum.
Haustverkin innanhúss
Reglulegt viðhald á innra umhverfi fasteigna er lykill að því að varðveita verðgildi og virkni þeirra, auk þess að tryggja öryggi og vellíðan. Hér snertum við á nokkrum punktum sem gott er aðhafa í huga þegar kemur að innra umhverfi fasteigna.
„Ég hef mest gaman af að vera innan um fólk“
Auður Jacobsen hefur alltaf haft gaman af að vinna. Hún er sextíu og átta ára gömul og ekki á þeim buxunum að fara á eftirlaun.
9-5: Besti tími dagsins
Í nærandi vinnuumhverfi þarf vinnustöð starfskrafts að vera hrein, örugg og vel við haldið. Nútímaleg og vönduð vinnuaðstaða stuðlar að vellíðan og ánægju á vinnustað.
Verðmætari vinnuvika
Nærandi vinnuumhverfi snýst ekki einungis um útlit, þægindi, öryggi og hreinlæti á vinnustað. Umhverfið þarf líka að vera hvetjandi og andlega nærandi, þar sem er hlúð að líkamlegu, andlegu og tilfinningalegu hliðinni.